.
Verkefnið
Hinn nýi íbúðarkjarni á gamla Steindórsreitnum skartar þremur glæsilegum byggingum og 84 íbúðum sem umlykja fallegan inngarð þar sem líf og samfélag rennur saman og skapar nánd milli íbúa.
Heimilið þitt
Það er hvergi betra að vera en heima og því er mikilvægt að vanda valið og velja byggingaraðila sem þú getur treyst.


.
Hönnun
+Arkitektar sáu um hönnun verkefnis. Í hverju skrefi var hugað að þægindum, notagildi og stíl sem fellur vel að umhverfi við sjávarsíðuna.
Allar innréttingar eru sérsmíðaðar af Gerher í Litháen. Um er að ræða vandaða framleiðslu þar sem skápahurðir eru með melamin áferð úr hágæða efni frá Egger sem er sérstaklega endingagott og slitsterkt.


